top of page

Vefsíða um mengun sjávar


Af vefsíðu Tækniskólans: Í sjávarútvegskálfi Morgunblaðsins, síðastliðinn fimmtudag, birtist grein um nýtt kennsluefni í grunn- og framhaldsskólum. Þar segir að Rannsóknasjóður síldarútvegsins hafi ákveðið á dögunum að styrkja verkefni sem miði að gerð fræðsluefnis um mengun sjávar. Að verkefninu standa Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur, ráðgjafi hjá Umhverfisráðgjöf Íslands og umhverfisfræðikennari við Skipstjórnarskóla Tækniskólans, og Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður og barnabókahöfundur með meiru.

„Birna segir ætlunina að gera kennsluvef þar sem nemendur og kennarar geta nálgast fræðslurit, myndbönd og verkefni sem fjalla um mengun sjávar. „Efninu verður skipt upp í fimm kafla: Við fjöllum um loftslagsbreytingar og súrnun sjávar, olíumengun, efnamengun, plast og annan úrgang og loks geislavirkni,“ útskýrir hún. „Þetta efni ætti að koma í góðar þarfir, t.d. í náttúrufræðikennslu á grunnskólastigi eða í umhverfisfræði- áföngum framhaldsskólanna og ætlunin er að prufukeyra námsefnið í Tækniskólanum og í Landakotsskóla á vorönn 2017. Í framhaldinu má meta hvort og hvernig kennsluvefurinn getur stutt við námskrá skólanna,“

Í greininni segir Birna m.a. frekar frá mengunarhættum við Ísland og hversu brýnt er að auka þekkingu Íslendinga á þeirri hættu sem mengun í sjó getur skapað. Greinina skrifaði Ásgeir Ingvarsson, blaðamaður, og má lesa hana hér.


Nýlegt
bottom of page