April 17, 2016
March 25, 2016
March 2, 2016
February 14, 2016
February 14, 2016
February 2, 2016
January 6, 2016
September 4, 2015
August 18, 2015
June 8, 2015
Nýlegt
Ævar og Sinfó
February 2, 2016

Ævar vísindamaður hefur um árabil kynnt töfra tækni og vísinda fyrir ungmennum á öllum aldri og nú kemur hann fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í sannkölluðum sinfónískum vísindatrylli. Á tónleikunum kynnir Ævar til leiks ýmsar af merkari uppgötvunum mannsandans í samhljómi við Sinfóníuhljómsveitina og Sprengju-Kötu sem verður sérstakur gestur á tónleikunum. Glæsileg tónlist og myndbrot spanna tækniframfarir allt frá upphafi til framtíðar í spennandi ferðalagi undir leiðsögn Ævars vísindamanns. Á tvennum tónleikum hljómar tónlist eftir verðlaunatónskáld og stjarnfræðilega vinsæl tónskáld, Íslandsvini og kvikmyndajöfra. Meðal annars má heyra tóna úr himingeimnum, tölvuleikjum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, ævintýraþrá mannsins er í forgrunni og spennandi kraftar koma við sögu.
Það er nú þegar uppselt á fyrstu tónleikana - við bættum þess vegna við aukatónleikum sama dag. Ýttu hér til að panta miða!


