top of page

UM 60 ÞÚSUND BÆKUR LESNAR Í LESTRARÁTAKINU!

Lesnar voru um 60 þúsund bækur í lestrarátaki Ævars vísindamanns en átakið stóð frá 1. október síðastliðnum til 1. febrúar. „Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast,“ segir Ævar. Átakið gekk þannig fyrir sig að fyrir hverjar þrjár bækur sem börnin lásu fylltu þau út miða sem var sendur til Heimilis og skóla í gegnum skólabókasöfnin og voru að lokum fimm nöfn dregin úr pottinum. Þessi börn fá það í verðlaun að verða gerð að persónum í nýrri risaeðlu-ævintýrabók sem Ævar Þór er að skrifa og kemur út með vorinu. Hugmyndina að átakinu fékk Ævar eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun, þar sem fram kom að lestraráhugi ungmenna færi dvínandi. „Ég sem gamall lestrarhestur hugsaði að kannski gæti ég gert eitthvað í þessu og fékk í kjölfarið hugmyndina að átakinu.“

Fréttin er fengin héðan.


Nýlegt
bottom of page