top of page

ÞÉR ER BOÐIÐ Í ÚTGÁFUBOÐ ÆVARS OG GUÐNA!

Bræðurnir Guðni Líndal og Ævar Þór Benediktssynir vilja bjóða þér í einstakt útgáfuhóf núna um helgina!

Guðni var að vinna Íslensku barnabókarverðlaunin. Ævar var að gefa út bók sem trónir á toppi barnabókalista Forlagsins. Mætum í Eymundsson í Kringlunni á laugardaginn milli 14-15 og fögnum þessum nýju og skemmtilegu barnabókum.

FYRSTU ÞRÍR AFARNIR SEM MÆTA fá áritað eintak af ÓTRÚLEG ÆVINTÝRI AFA eftir Guðna.

FYRSTU ÞRÍR SEM MÆTA Í LOPAPEYSU fá áritað eintak af ÞÍN EIGIN ÞJÓÐSAGA eftir Ævar.

AÐ AUKI:

HAPPADRÆTTI þar sem þú getur unnið áritaðar bækur, UPPLESTRAR og GÓMSÆTAR VEITINGAR; flatkökur með hangikjeti, harðfiskur, lakkrís og malt & appelsín á meðan birgðir endast.

Komið og fagnið með okkur - það er ekkert víst að þetta gerist aftur.


Nýlegt
bottom of page