top of page

Fimm stjörnu dómur í Fréttablaðinu!

AR-707059979.jpg

1. Er Ævar vísindamaður sniðugur? Já, hann er mjög sniðugur. Hann gerir svo flottar uppfinningar eins og til dæmis fljúgandi prumpandi bananablöðru. 2. Fyrir hvern er bókin, börn, fullorðna eða alla? Alla fjölskylduna. Öllum í minni fjölskyldu finnst hún skemmtileg. 3. Hvernig finnst þér kápan á bókinni? Mér finnst hún flott, sér í lagi myndin af Ævari. 4. Hvað er uppáhaldstilraunin þín í bókinni? Fljúgandi prumpandi bananablaðran! Þá stappar maður banana, setur hann ofan í flösku og síðan blöðru utan um stútinn. Þetta geymir maður í viku og þegar maður sér flöskuna aftur er blaðran uppblásin! 5. Hefurðu prufað einhverja tilraun og hvernig gekk? Engar enn þá en ég ætla að prófa tilraunina með fljúgandi prumpandi bananablöðruna. 6. Heldurðu að það sé gaman að vera vísindamaður? Já, það er svo gaman að gera tilraunir. Ég ætla að verða vísindamaður þegar ég verð stór. 7. Ferðast þú mikið um Ísland? Já, ég ferðast oft um Ísland. Hvert ferðu og hvers vegna? Ég fór á Þingvelli um daginn í göngu með pabba og mömmu og síðan fer ég oft í Skagafjörðinn til afa og ömmu. Í sumar fer ég í frí á Hraun í Öxnadal og á Eyrarbakka. 8. Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi? Sauðárkrókur því þar er Skaffó þar sem ég kaupi dót með ömmu minni. Síðan er líka gaman á Akureyri því þar er Litla ísgerðin. Þar er góður ís. 9. Hvað fær Umhverfis Ísland í 30 tilraunum margar stjörnur, eina til fimm, og hvers vegna? Umhverfis Ísland í 30 tilraunum fær fimm stjörnur því hún er bráðskemmtileg. 10. Hver er uppáhaldsbókin þin? Umhverfis Ísland í 30 tilraunum og Tímaflakkararnir. Þú getur lesið dóminn á www.visir.is með því að klikka hér.


Nýlegt
bottom of page