Fjör á Fiskislóð í dag!
Það verður margt um að vera á Fiskislóð í dag - ég ætla að skella smá Mentosi í kók, blanda ógeðslegt slím, búa til dularfullar reyksápukúlur og svo verður bókin mín á sérlegu tilboðsverði.
Eins gott að það sé smá rigning - það verður hægara sagt en gert að þrífa upp eftir allar þessar subbulegu útitilraunir!
Endilega kíkið við! Ég mæti á svæðið kl. 14.