top of page

Fjör í Toppstöðinni

Það var líf og fjör í Toppstöðinni þegar heill krakkaher mætti til að skoða slím, blása risasápukúlur spila á bananapíanó og prófa ryksuguhanska.

Ég opnaði líka heimasíðuna mína og las smá kafla upp úr bókinni minni á milli þess sem ég spjallaði við krakkana og hjálpaði þeim að klifra með ryksuguhönskunum. Sem betur fer klifraði enginn svo hátt að ég náði honum eða henni ekki aftur niður og ég veit ekki betur en að allir hafi sloppið heilir á húfi úr slíminu - sem var rautt á litinn að þessu sinni.

Takk fyrir mig, allir sem kíktu í heimsókn!


Nýlegt
bottom of page