Heimasíðan fer alveg að verða tilbúin
Þegar þetta er skrifað sit ég sveittur (samt ekki - ég er afar snyrtilegur) á kaffihúsi með kaffi (samt ekki - ég er með latté, sem á íslensku þýðir ,,kaffi með svo mikilli mjólk að þú eiginlega sérð ekki kaffið") og legg lokahönd á heimasíðuna, www.visindamadur.is.
Heimasíðan mun svo halda áfram að vaxa og dafna og verður vonandi eins og snjóbolti - samt ekki í þeim skilningi að hún bráðni á sumrin, heldur að hún verði eins og snjóbolti sem rúllar niður brekku og verður alltaf stærri og stærri.
Ég hlakka til að sýna ykkur allt sem þessi heimasíða hefur að geyma.
Með vísindakveðju!
-Ævar