top of page

LESTRARÁTAK ÆVARS VÍSINDAMANNS

2014 - 2019

ÁTAKINU ER LOKIÐ!

Kæru vinir.

Síðasta lestrarátakinu mínu er lokið. Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur fyrir að taka þátt í ár, og til ykkar sem hafið verið með frá fyrsta ári vil ég senda stafrænt knús.

Lestrarmiðarnir, eins og venjulega, verða sendir til Heimilis og skóla, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Takið eftir því að Heimili og skói borga ekki sendingarkostnaðinn.

Til að allir miðar verði örugglega komnir í hús munum við ekki draga fyrr en 20. mars klukkan 15:30. Hátíðleg athöfn verður haldin í Borgarbókasafninu, Grófinni við Tryggvagötu, þar sem bæði forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra munu draga nöfn sigurvegaranna úr lestrarátakspottinum. Allir eru velkomnir og verður athöfninni streymt í gegnum facebook-síðu Ævars vísindamanns, facebook.com/visindamadur.

Ef þið hafið áhuga á að mæta með krakka úr skólanum ykkar á athöfnina skuluði senda póst á ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is og hún mun skrá ykkur niður. Þar gildir reglan ,,fyrstir koma - fyrstir fá", þannig að ekki bíða of lengi með að heyra í henni.

Ég þarf að biðja ykkur um einn greiða að lokum; sá skóli sem las hlutfallslega mest verður settur í verðlaunabókina og því þarf ég að biðja ykkur um að telja fjölda miða sem þið sendið inn (hér teljast foreldramiðarnir ekki með, bara miðar frá nemendum) auk þess sem þið látið fylgja með fjölda nemenda í skólanum ykkar.

Þá megiði endilega aðskilja nemenda- og foreldramiðana ef þið nennið. :)

Takk aftur fyrir mig. Þetta hafa verið afar lærdómsrík fimm ár og aldrei að vita nema ég láti mér detta eitthvað skemmtilegt og spennandi í hug til að trufla ykkur með að ári. :)

Með vinsemd og virðingu.

-Ævar

bottom of page