

ÆVAR VÍSINDAMAÐUR










FYRSTA LESTRARÁTAK ÆVARS VÍSINDAMANNS
Fyrsta lestrarátak Ævars vísindamanns var metnaðarfyllsta tilraun sem Ævar vísindamaður hefur lagt í til þessa. Þetta var tilraun til þess að kveikja áhuga barna í 1. - 7. bekk í grunnskólum landsins á lestri. Átakið var frá 1. október 2014 - 1. febrúar 2015 og var hugarfóstur Ævars Þórs Benediktssonar.
Átakið virkaði þannig að þú last - eins mikið og þú mögulega gast og vildir - og fyrir hverja bók sem þú last kvittarðu á sérstakan miða. Þegar þú hafðir lesið þrjár bækur var miðinn gildur og þú máttir skila honum á skólabókasafnið þitt. Þú máttir lesa allar þær bækur sem þú komst í. Hvort sem það var alfræðiorðabók, teiknimyndasaga, ævintýrabók eða lestrarbók úr skólanum. Það mátti vera svakalega þykk bók eða bók sem er stutt, bók á íslensku eða útlensku. Bara svo lengi sem þú last.
Í febrúar 2015 voru svo allir miðarnir sendir til Ævars og hann dró fimm heppna lestrarhesta úr pottinum sem fengu það í verðlaun að verða persónur í þessari bók!
Yfir 60 þúsund bækur voru lesnar í átakinu!
Þessir krakkar voru dregnir úr pottinum:
Marek Ari Baeumer, 2-V í Öldutúnsskóla
Helga Margrét, 2-I í Kársnesskóla
Hildur Eva Einarsdóttir, 3. Ghs í Hlíðaskóla
Andri Már Sigursveinsson, 4. bekk í Borgarhólsskóla
Pétur Örn, 5. bekk í Egilsstaðaskóla
Þau urðu svo persónur í hinni stórkostlegu bók:
RISAEÐLUR Í REYKJAVÍK!




UPPLÝSINGAR UM FYRSTA
LESTRARÁTAK ÆVARS
SKÓLAÁRIÐ 2014-2015:
Langar þig að prenta veggspjöldin út?
Ýttu á litlu myndirnar til að ná í þau.
