top of page

UM ÆVAR

Ævar Þór Benediktsson fæddist 9. desember árið 1984.


Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2004 og úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Frá útskrift úr LHÍ hefur hann leikið ýmis hlutverk, m.a. Lilla Klifurmús í Dýrunum í Hálsaskógi í Þjóðleikhúsinu, og talsett fjöldan allan af teiknimyndum. Hann var um tíma einn af þáttastjórnendnum barnaþáttanna Vitans og Leynifélagsins á Rás 1 og Helgarvaktarinnar á Rás 2 og hefur auk þess skrifað regluleg innslög fyrir Stundina okkar ásamt því að skrifa þættina um Ævar vísindamann og Vísindavarpið.

Ævar hefur skrifað tvö útvarpsleikrit og enn fleiri bækur. Útvarpsleikritin hans fjölluðu um uppvakninga og ímyndaða vini (Náföl og Ímyndaðar afstæðiskenningar), en bækurnar eru skrítið smásagnasafn að nafni Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki og barnabækurnar Glósubók Ævars vísindamanns, Umhverfis Ísland í 30 tilraunumÞín eigin þjóðsagaRisaeðlur í Reykjavík, Þín eigin goðsaga, Vélmennaárásin, Þín eigin hrollvekja, Gestir utan úr geimnum og Þitt eigið ævintýri.


Þú getur séð rithöfundavefsíðu Ævars á www.aevarthor.com.

HAFÐU SAMBAND
Ertu með spurningar? Athugasemdir?
Viltu áritað eintak af bók eða fá Ævar í heimsókn?
Hafðu samband og við sjáum hvort við getum
ekki gert eitthvað í málinu.

Pósturinn var sendur!

SKOÐAÐU
  • Instagram Grunge
  • YouTube Grunge
HEIMILISFANG


Ævar vísindamaður,

RÚV - Efstaleiti 1,

150 Reykjavík

bottom of page